Orkumálinn 2024

Fækkar á tjaldsvæðum Austurlands

Síðastliðinn mánuð hafa öll tjaldsvæði á Austurlandi verið meira og minna full af sólarþyrstum Íslendingum.

Veðrið hefur leikið við Austfirðinga en síðustu daga hefur verið breyting á. Sólina er nú að finna á suðvesturhorninu og hefur það í för með sér fækkun á tjaldsvæðum Austurlands.


Fyrir tæpum tveimur vikum ákvað Fjarðabyggð að fjölga tjaldsvæðum sveitarfélagsins á Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði og Norðfirði vegna mikillar eftirspurnar. Nú þegar fækkað hefur á tjaldsvæðum sveitarfélagsins og eftirspurnin orðið minni hefur þessum auka tjaldsvæðum verið lokað.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.