Skip to main content
Mynd úr safni. Hún tengist fréttinni ekki beint.

Fé smalað og tekið af bónda á Héraði

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 07. okt 2025 14:35Uppfært 07. okt 2025 14:41

Matvælastofnun (MAST) stýrir aðgerð sem snýst um að smala öllu fé sauðfjárbónda á Úthéraði heim að bæ. Til stendur að taka féð af bóndanum eftir ítrekaðar athugasemdir um umhirðu.

Samkvæmt heimildum Austurfréttar hófst smalamennskan í gær en henni var framhaldið í morgun. Fjölmennt lið tekur þátt í smöluninni, mest smalar sem sendir austur í verkið á vegum MAST.

Aðgerðin kemur í kjölfar ítrekaðra athugasemda við umhirðu sauðfjár á bænum. Eftir því sem Austurglugginn kemst næst var verktaki fenginn á bæinn til að hjálpa til við sauðburð í vor á vegum MAST.

Austurfrétt hefur einnig heimildir fyrir því að lögregla hafi verið til taks við aðgerðirnar. Það er gert vegna stirðra samskipta bóndans við eftirlitsfólk í gegnum tíðina. Fyrirspurnum um aðkomu lögreglu var vísað til MAST.

Aðgerðirnar eru á ábyrgð og undir stjórn MAST. Fyrirspurnum Austurfréttar til stofnunarinnar var vísað til forstjóra. Ekki náðist í forstjóra stofnunarinnar við vinnslu fréttarinnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og skilaboð.