Ferðagjöfin mest notuð í Vök

Þjónusta og vörur fyrir samtals 23 milljónir króna hafa verið keyptar af fyrirtækjum skráðum á Austurlandi fyrir Ferðagjöf ríkisins.

Þetta kemur fram á Mælaborði ferðaþjónustunnar. Frestur til að nýta Ferðagjöfina rennur út á miðnætti annað kvöld.

Af austfirskum fyrirtækjum hefur mest verið keypt af Vök baths, eða fyrir 11 milljónir. Líkt og í fyrra er Vök í hærra lagi miðað við landið, einkum fyrir tæki á landsbyggðinni. Þar er Vök í öðru sætu á eftir Jarðböðunum í Mývatnssveit. Milljón munar í viðskiptum.

Til samanburðar má nefna að keypt hefur verið fyrir ellefu milljónir af fyrirtækjum á Norðurlandi vestra og tíu milljónir á Vestfjörðum.

Næst mest hefur verið skipt við 701 veitingar á Austurlandi, fyrir tvær milljónir. Þar á eftir koma Gistihúsið Egilsstöðum, Askur pizzeria, 701 Hotels, Kaffi Sumarlína, Hildibrand, Hótel Framtíð og Blábjörg með um eina milljón hvert.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.