Fimm ný smit staðfest

Fimm ný Covid-19 smit voru staðfest á Austurlandi í gær. Allir hinna smituðu voru í sóttkví.

Í tilkynningu aðgerðastjórnar almannavarna á Austurlandi er bent á að líklegt sé að fleiri smit muni greinast á næstunni hjá fólki í sóttkví því það tengist einstaklingum sem greinst hafa með smit. Góðs viti sé að smitin greinist ekki utan sóttkvíar.

Sýni sem tekin voru í dag bíða þess enn að verða send suður til Reykjavíkur til greiningar þar sem ekkert var flogið í dag. Þau fara suður með fyrstu vél í fyrramálið og er greiningar vænst á morgun.

Á Austurlandi eru nú 15 í einangrun og 25 í sóttkví.

Aðgerðastjórnin brýnir Austfirðinga til að sinna áfram persónubundnum sóttvörnum og mæta í sýnatöku finni það fyrir einhverjum einkennum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.