Fjarðarheiðin lokuð til morguns

Búið er að loka Fjarðarheiðinni og verður hún lokuð til morguns. Gísli Sæmundsson hjá Vegagerðinni segir að gul veðurviðvörun sé að skella á núna eftir hádegið og því verði ekki reynt að halda heiðinni opinni í dag.

“Ef veðurspáin gengur eftir munum við opna heiðina strax í fyrramálið,” segir Gísli. Eins og fram hefur komið í fréttum í morgun stendur veðurviðvörunin til klukkan níu í fyrramálið.


Þá kemur fram á vefsíðu Vegagerðarinnar að Öxi er lokuð og vegurinn um Breiðadalsheiði er þungfær en þar er skafrenningur og skyggni þvi lítið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.