Fjöldi íbúða í byggingu austanlands töluvert frá áætlaðri þörf

Staða íbúðauppbyggingar á Austurlandi er ekki nógu góð að mati Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS.) Í liðnum september voru 114 íbúðir í byggingu í fjórðungnum en fjöldinn þyrfti að vera kringum 180 til að mæta þörfinni.

Stofnunin hélt fyrir nokkru fund um stöðu uppbyggingar og framtíðarhorfur í þeim málum í samstarfi við Austurbrú og Samtök iðnaðarins. Útreikningar HMS byggja annars vegar á niðurstöðum talninga sem gerðar eru reglulega og svo hins vegar á húsnæðisáætlunum sveitarfélaganna á svæðinu.

Öll austfirsku sveitarfélögin staðfestu húsnæðisáætlanir sínar á yfirstandandi ári en þar er, samkvæmt svokallaðri miðspá, gert ráð fyrir fjölgun íbúa um 834 á næstu fimm árum.

Talningar HMS benda þó til að aðeins 36 nýjar fullbúnar íbúðir komi á markað á næsta ári og um 55 fullbúnar íbúðir 2026. Fjöldi íbúða í byggingu nú jókst um 9% frá síðasta ári en gera þarf töluvert betur ef mæta skal húsnæðisþörfinni næstu árin.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.