Fjárlagafrumvarpið: Víðar skorið niður en í heibrigðismálum

ImageAustfirskir framhaldsskólar þurfa að taka til í rekstri sínum gangi niðurskurðaráform í fjárlagafrumvarpi næsta árs eftir. Skorið er niður víða í fjórðungnum.

 

Þetta kemur fram í úttekt Austurgluggans á fjárlagafrumvarpinu.

Menntaskólanum á Egilsstöðum er gert að draga saman um 11 milljónir (4,1%), Verkmenntaskóla Austurlands um 13 milljónir (5,8%) og Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað um 6%.

Helgi Ómar Bragason, skólameistari ME, segir í samtali við blaðið óvíst hvernig skólinn mæti niðurskurðinum þar sem yfirvinna sé í lágmarki og ekki mikið um augljósa kosti til að mæta kröfunum. Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari VA, er bjartsýnni á að geta orðið við kröfunum. Ekki sé þó hægt að skera mera niður í launum eða námsframboð en gert hefur verið.

Skorið er niður um tæpar 20 milljónir í málefnum fatlaðra á Austurlandi og gert er ráð fyrir að ríkisstyrkur til menningarstarfsemi í Norðausturkjördæmi lækki. Lagt er til að skorið verði niður í skógrækt og landgræðslu hjá Héraðs- og Austurlandsskógum um 8,3% eða 11 milljónir. Framlög til samgöngumála og atvinnuverkefna skerðast einnig.

Framlag til Þekkingarnets Austurlands verður áfram óbreytt enda byggist fjárframlagið þar að mestu við skuldbindandi samninga milli Þekkingarnetsins og Menntamálaráðuneytisins.

Rekstrargrunnur Uppsala á Fáskrúðsfirði og Hulduhlíðar á Eskifirði verður að mestu óbreyttur samkvæmt frumvarpinu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar