Formaður svæðisfélags segir sig úr VG: Flokkurinn stefnir á að setja mig á hausinn

asmundur_pall_hjaltason.jpgÁsmundur Páll Hjaltason, sem verið hefur formaður svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs á Austfjörðum undanfarin tvö ár hefur sagt sig úr flokknum. Hann segir flokkinn í dag allt annan en þann sem hann studdi á sínum tíma.

 

Ásmundi, sem var í níunda sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi í seinustu þingkosningum, finnst flokkurinn hafa gefið of mikið eftir í stefnumálum sínum, til dæmis með umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Skattahækkanir leggjast einnig illa í hann.

„Ég get ekki sinnt þessari samfélagsþjónustu fyrir flokk sem hefur það efst á sinni stefnuskrá að setja mig á hausinn. Þetta lið poppar upp rétt fyrir kosningar en þess á milli verð ég ekki mikið var við Steingrím J. né Þuríði svo dæmi séu tekin,“ sagði Ásmundur í samtali við Austurgluggann.

Hann segir mikla ólgu innan flokksins, víðar en meðal hinna „svokölluðu þremenninga.“

Hrafnkell F. Lárusson, formaður svæðisfélags VG á Héraði, Borgarfirði eystri og Seyðisfirði, segir stöðu flokksins þar sterka. Hann hafi ekki orðið var við annað en mikla samstöðu eftir að félagsmenn stillti saman strengi sína á seinasta ári.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.