Formlegar meirihlutaviðræður hafnar í nýju sveitarfélagi

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í nýju, sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, hafa hafið formlegar viðræður um myndun meirihluta í nýrri sveitarstjórn.

Í tilkynningu frá framboðunum segir að ákvörðunin sé tekin í kjölfar óformlegra viðræðna þar sem farið hafi verið yfir helstu málefnaáherslur framboðanna og framtíðarsýn fyrir nýtt sveitarfélag.

Að teknu tilliti til niðurstaðna viðræðnanna, þess trausts sem ríki milli fulltrúa og sameiginlegrar reynslu þeirra af sveitarstjórnamálum, þar með talið í aðdraganda sameiningarinnar í fyrra, sé ákveðið að hefja formlegar viðræður.

Fulltrúar flokkanna eru sammála um mikilvægi þess að málefnasamningur liggi fyrir sem fyrst og að breytingar í stjórnsýslu nýs sveitarfélags gangi fljótt og vel fyrir sig.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.