FOSA: Miskunnarlaus niðurskurður leiðir til byggðaröskunar
Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi (FOSA) telur fyrirhugaðan niðurskurð á framlögum til heilbrigðismála í fjórðungnum hættulegan byggðaþróun.
Þetta kemur fram í álytkun sem samþykkt var á aðalfundi félagsins í gær. Þar segir:
„Fundarmenn mótmæla fyrirhuguðum miskunnarlausa niðurskurði á framlögum til heilbrigðisstofnana víða á landinu. Jafnframt bendir fundurinn á þá geigvænlegu byggðarröskun sem þetta hefði í för með sér, sem mundi bitna mest á þeim sem síst skyldi, og ógna um leið afkomu og félagslegu vistkerfi margra sveitarfélaga.“