Framboð og nýting hótelherbergja minnkaði minnst á Austurlandi

Austurland varð fyrir minnstum skakkaföllum á landsvísu þegar skoðaðar eru tölur Hagstofunnar um framboð og nýtingu hótelherbergja í júlí s.l. miðað við sama mánuð í fyrra. Samdrátturinn var aðeins 7.5% á Austurlandi. Mestur varð hann á Suðurnesjum eða 59,4%.

Í tilkynningu frá Hagstofunni segir að heildarfjöldi greiddra gistinátta í júlí síðastliðnum dróst saman um 57% samanborið við júlí 2019. Þar af fækkaði gistinóttum á hótelum um 56%, um 51% á gistiheimilum og um 49% á öðrum tegundum skráðra gististaða (tjaldsvæðum, farfuglaheimilum, orlofshúsum o.s.frv.)

Gistinætur erlendra ferðamanna á hótelum í júlí drógust saman um 80% á milli ára en íslenskar gistinætur ríflega þrefölduðust. Gistinætur Íslendinga voru 130.400, eða 58% af hótelgistinóttum, á meðan erlendar gistinætur voru 94.000 eða 42%.

Hvað framboð og nýtingu hótelherbergja varðar varð samdrátturinn í höfuðborginni 45,5%, á Suðurlandi 35,8% og á Vesturlandi/Vestfjörðum 14%. Norðland var hinsvegar nær á pari við Austurland með samdrátt upp á aðeins 7,7%.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar