Framboðslisti Viðreisnar birtur

Viðreisn hefur birt framboðslista sinn í Norðausturkjördæmi Viðreisn kynnir nú framboðslista sinn í Norðausturkjördæmi fyrir þingkosningarnar sem fram fara þann 25. september. Eiríkur Björn Björgvinsson, fyrrum bæjarstjóri á Akureyri og Fljótsdalshéraði, er í oddvitasætinu.

„Ég hlakka virkilega til baráttunnar fram undan með þessum öfluga hópi. Við brennum öll fyrir kjördæmið, íbúa þess og málefni. Sjálfur hef ég búið og starfað í kjördæminu í þrjátíu ár og þar af verið bæjarstjóri í sextán ár, bæði á Norður- og Austurlandi,“ er haft eftir Eiríki Birni í tilkynningu.

Í öðru sæti er Sigríður Ólafsdóttir, mannauðsráðgjafi og PCC markþjálfi. Ingvar Þóroddsson, nemi í rafmagnsverkfræði og hagnýtri stærðfræði við Háskóla Íslands, skipar þriðja sæti listans og Draumey Ósk Ómarsdóttir, íslenskunemi við Háskóla Íslands er í fjórða sæti.

Notast er við svokallaða fléttulista á framboðslistum Viðreisnar þar sem hver frambjóðandi má ekki vera af sama kyni og sá sem skipar sætið á undan.

Listi Viðreisnar í Norðausturkjördæmi:

1. Eiríkur Björn Björgvinsson, sviðsstjóri og fyrrv. bæjarstjóri á Akureyri og á Fljótsdalshéraði. Garðabær.
2. Sigríður Ólafsdóttir, mannauðsráðgjafi og PCC markþjálfi. Akureyri.
3. Ingvar Þóroddsson, nemi í rafmagnsverkfræði og hagnýtri stærðfræði við Háskóla Íslands. Akureyri.
4. Draumey Ósk Ómarsdóttir, íslenskunemi við Háskóla Íslands. Reyðarfjörður.
5. Jens Hilmarsson, lögreglumaður. Egilsstaðir.
6. Margrét Laxdal, framhaldsskólakennari. Dalvík.
7. Ingi Þór Ágústsson, hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður Austurhlíðar. Akureyri.
8. Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir, sölustjóri. Akureyri.
9. Kristján Gunnar Óskarsson, barnasálfræðingur. Húsavík.
10. Lilja Björnsdóttir, leigubílstjóri og sjúkraliðanemi. Egilsstaðir.
11. Erlingur Arason, félagsliði og tónlistarmaður. Akureyri.
12. Dušanka Kotaraš, matráður. Akureyri.
13. Steingrímur Karlsson, kvikmyndagerðarmaður og ferðaþjónustufrumkvöðull. Fljótsdalur.
14. Bryndís Arnardóttir, listgreinakennari og listamaður. Akureyri.
15. Sveinn Halldór Oddsson Zoëga, tölvunarfræðingur. Neskaupstaður.
16. Auðbjörg Björnsdóttir, forstöðumaður Kennslumiðstöðvar HA. Akureyri.
17. Valtýr Hreiðarsson, viðskipta- og rekstrarhagfræðingur. Svalbarðseyri.
18. Gréta Sóley Arngrímsdóttir, tómstunda- og félagsmálafræðingur. Egilsstaðir.
19. Hólmar E. Svansson, framkvæmdastjóri HA. Akureyri.
20. Guðný Björg Hauksdóttir, mannauðsstjóri. Reyðarfjörður.

Fjögur efstu á listanum, frá vinstri: Sigríður Ólafsdóttir, Ingvar Þóroddsson, Draumey Ósk Ómarsdóttir og Eiríkur Björn Björgvinsson.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.