Framboðsmál í deiglunni

Framboðsmál stjórnmálaaflanna í Fjarðabyggð vegna bæjarstjórnarkosninganna á vori komandi eru nú í deiglunni. Ljóst er að tíminn til kosninga styttist óðum og tíminn til að raða fólki á framboðslistana er ekki ótakmarkaður.

fsi__brekku.jpgLjóst er orðið að þeir er skipuðu fimm efstu sætin á Fjarðalistanum gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í bæjarstjórn eða setu á listanum.  Aðallega hafa tvö nöfn  heyrst í umræðunni í bænum, um fólk sem hugsast gæti að tæki sæti á framboðslista Fjarðalistans, nöfn þeirra Elvars Jónssonar kennara á Norðfirði og Esterar Gunnarsdóttir á Reyðarfirði.  Einnig hefur því heyrst fleygt að Björn Grétar Sveinsson geti verið á leið í slaginn. Síðan hefur komist í umræðuna að Einar Már Sigurðarson fyrrverandi þingmaður geti komið til greina sem bæjarstjóraefni listans. 

Hjá sjálfstæðismönnum verða frambjóðendur sem gefa kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor í forvali flokksins, kynntir til sögunnar allra næstu daga. Þó er ljóst að Valdimar Hermannsson á Norðfirði og Jens Garðar Helgason á Eskifirði keppa báðir að fyrsta sæti á listanum.  Þá hefur Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, 31 árs viðskipta- og rekstrarráðgjafi á Reyðarfirði gefið kost á sér í 2. til 5.  sæti og Þórður Vilberg Guðmundsson kennaranemi og verslunarmaður á Reyðarfirði hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3. sæti listans.

Hjá framsóknarmönnum er ljóst að Guðmundur Þorgrímsson á Fáskrúðsfirði gefur áfram kost á sér í efsta sæti listans, Þorbergur Níels Hauksson bæjarfulltrúi á Eskifirði gefur ekki kost á sér nú. Síðan hefur heyrst að Eiður Ragnarsson varabæjarfulltrúi á Reyðarfirði og Jón Björn Hákonarson á Norðfirði séu að hugsa málið varðandi sín framboð.  Einnig hefur heyrst að áhugi sé fyrir að fá Svanhvíti Aradóttir á Norðfirði til að gefa kost á sér í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins.  Síðan hefur nafn Jósefs Auðuns Friðrikssonar fyrrverandi sveitarstjóra á Stöðvarfirði heyrst nefnt sem kandidats á framboðslistann.

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.