Orkumálinn 2024

Framsókn með langmesta fylgið í NA-kjördæmi

MMR hefur birt niðurstöður skoðunarkönnunar sem gerð var dagana 8.-14. júlí og sýnir fylgi flokkana eftir kjördæmum.


Athygli vekur hve gríðarlegt fylgi Framsóknarflokkurinn er með í kjördæminu en hann mælist með um 30% fylgi samanborið við 12,9% á landsvísu.


Minnsta fylgi Sjálfstæðisflokksins á landinu er í NA-kjördæmi og mælist flokkurinn með um 15% fylgi samanborið við tæplega 25% á landsvísu.


Sósíalistaflokkur Íslands mælist hvergi betur en í NA-kjördæmi þar sem fylgi hans er tæplega 10% og fylgi hans í kjördæminu meira en hjá: Viðreisn, Flokki fólksins, Miðflokknum og Pírötum.


Fylgi Samfylkingarinnar, Miðflokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna í kjördæminu er nokkuð svipað og fylgi flokkana á landsvísu. Vinstri græn með rétt rúmlega 10% en Samfylkingin með um 15% sem er fáeinum prósentustigum meira en á landsvísu. Miðflokkurinn í kjördæminu er að sama skapi með aðeins meira fylgi í NA-kjördæmi en á landsvísu og mælist með um 7%. Flokkur fólksins mælist með rúmlega 6%.


Fylgi Viðreisnar og Pírata í kjördæminu er afar lítið og mælist Viðreisn vart í kjördæminu sem þykja tíðindi þar sem flokkurinn er með um 10% fylgi á landsvísu. Þá mælast Píratar hvergi verr en í NA-kjördæmi og nær flokkurinn ekki 5% í kjördæminu samkvæmt könnuninni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.