Framúrskarandi fyrirtækjum á Austurlandi fækkar um eitt milli ára
Eftir linnulitla fjölgun austfirskra fyrirtækja sem komast á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki síðustu árin fækkar aðeins í þeim hópi nú frá síðasta ári samkvæmt glænýjum lista fyrir árið 2025 sem birtur var síðdegis í gær.
Fækkunin reyndar eins lítil og hægt er því 41 fyrirtæki uppfyllti allar kröfur til að komast á listann á síðasta ári en þeim fækkar um eitt að þessu sinni. Veruleg fjölgun þeirra fyrirtækja verið að mestu raunin um töluvert skeið og til marks um það aðeins fjögur ár síðan að heildarfjöldi austfirskra fyrirtækja í fjórðungnum sem uppfylltu ítarlegar kröfur Creditinfo töldust aðeins 20 talsins.
Skilyrðin sem fyrirtæki þurfa að uppfylla til að ná inn á listann eru meðal annars að fyrirtækið sé í besta lánshæfisflokki, ársreikningum sé skilað tímanlega og rekstrartekjur, hagnaður, eiginfjárhlutfall og eignir þurfa að ná tilteknu lágmarki.
Heildarlista þeirra fyrirtækja sem áfanganum náðu fyrir þetta árið má sjá hér að neðan en halda verður til haga að í þeim gögnum eru fyrirtæki á Hornafirði enn talin austfirsk þó velflestar stofnanir telji það svæði nú til Suðurlands.
Stórfyrirtæki:
Síldarvinnslan, Eskja, Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga, Loðnuvinnslan, Jökulsárlón ferðaþjónusta, Hvanney, HEF-veitur, Launafl, Myllan, Þ.S. verktakar, Útgerðarfélagið Vigur, Vök Baths.
Meðalstór fyrirtæki:
Litlahorn, Fjallsárlón, Ice lagoon, Glacier Adventures, G. Skúlason, Funi, Hótel Framtíð, Nestak, MVA, Lostæti-Austurlyst, Sigurður Ólafsson ehf., Erpur ehf., Hótel Jökull, Kári Borgar ehf., Þriftækni, Tveir stubbar, Gistihúsið Seljavellir, Egersund Ísland, Meta, Eyfreyjunes, Egilsstaðahúsið, Mikael ehf., Hótel Smyrlabjörg.
Lítil fyrirtæki:
Pakkhús - veitingar, Verkstæði Svans, Fiskmarkaður Austurlands, Akurnesbúið, Ís og ævintýri.