Skip to main content

Fresta raforkuskerðingum til stórnotenda austanlands til áramóta

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 19. nóv 2024 09:54Uppfært 19. nóv 2024 09:55

Hlýndakaflinn á landinu síðustu vikurnar hefur haft þau áhrif að staða miðlunarlóna Landsvirkjunar norðan- og austanlands hefur batnað verulega sem þýðir að raforkuskerðingar til stórnotenda, sem áttu að hefjast í þessari viku, hefjast ekki fyrr en um áramótin.

Það góðar fréttir fyrir bæði stórnotendur sem og íbúa alla á Austurlandi því mörg fyrirtækin hafa engin önnur ráð þegar skerðingar eiga sér stað en að keyra dísilraforkustöðvar með tilheyrandi aukakostnaði og mengun.

Útlitið var tiltölega svart áður en fyrrnefndur hlýindakafli hófst enda staða lóna í lágmarki víðast á landinu, þar á meðal í Hálslóni Kárahnjúkavirkunar, og hafði Landsvirkjun fyrirhugað að skerða afhendingu rafmagns strax á föstudaginn kemur. Skerðingar koma til þann dag fyrir stórnotendur á suðvesturhluta landsins en Austurland fær frest til 1. janúar á nýju ári og hugsanlega lengur eftir atvikum.