Frönskum dögum slitið fyrr en áætlað var

Síðasti hluti dagskrár Franskra daga í ár mun hefjast klukkan 17:00 á morgun þegar keppt verður í Pétanque, frönsku kúluspili. Allri dagskrá verður slitið að því loknu.


Þetta þýðir að engin dagskrá verður á sunnudaginn sem og verður ekkert úr Sumarfjarðaballi og stórdansleik Franskra daga sem fara áttu fram á morgun. Þessa ákvörðun taka skipuleggjendur Franskra daga í kjölfar þeirra takmarkana sem stjórnvöld boðuðu fyrr í kvöld.


„Þetta eru vonbrigði en tekin hefur verið ákvörðun um að slíta dagskrá eftir klukkan 17:00 á morgun. Við viljum koma því á framfæri að fjölskyldudagskrá verður í bænum fyrripart dags á morgun,“ segir Daníel Geir Moritz, skipuleggjandi Franskra daga í ár.


„Við erum afar óánægð með stjórnvöld í þessu máli. Það hefði verið eðlilegra að þetta hefði legið fyrir fyrr í dag og talað hefði verið með afdráttarlausari hætti. Hátíðarhaldarar eru settir í óþægilega stöðu með þessari ákvörðun þar sem okkur er gert að taka mjög stórar ákvarðanir með afar skömmum fyrirvara, við það eru við sem stöndum að Frönskum dögum ekki sátt,“ segir Daníel Geir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.