Orkumálinn 2024

Fundu víkingaöxi á Stöð í Stöðvarfirði

Fundist hefur öxi við fornleifauppgröftinn á landnámsskálanum að Stöð í Stöðvarfirði. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur sem stjórnar uppgreftrinum segir að um dæmigerða járnöxi sé að ræða frá víkingaöld.


"Öxin fannst í gólfi skálans og það er líklegt að þetta sé í fyrsta sinn sem öxi finnst í landnámsskála hérlendis," segir Bjarni. "Axir sem þessar hafa yfirleitt fundist sem lausamunir eða í gömlum kumlum hingað til."

Aðspurður um aldur axarinnar segir Bjarni að aldurinn á gólfinu sem hún fannst í sé vel rannsakaður og mældur og er frá því rétt fyrir árið 900. Í Landnámu segir að þessum tíma hafi Þórhaddur hinn gamli búið á Stöð.

"Þetta er mjög áhugaverður fundur og skemmtilegur," segir Bjarni. "Einkum þar sem líklega er um að ræða fyrsta fund af þessu tagi í landnámsskála.

Fornleifauppgröftur hefur staðið yfir um árabil að Stöð í Stöðvarfirði. Þar hafa meðal annars fundist skífur, snældusnúðar og skutull. Verkið fékk styrk úr fornminjasjóði upp á 4,5 miljónir kr. í apríl s.l. Var það hæsti styrkurinn sem sjóðurinn veitti í ár.

Mynd: Öxin sem um ræðir./Facebook.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.