Gera burðarþolsmat á Mjóafirði

Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að óska eftir því við Hafrannsóknastofnun að gert verði burðarþolsmat á Mjóafirði með mögulegt fiskeldi í huga.

Þetta kemur fram í erindi sem ráðuneytið sendi bæjarráði Fjarðabyggðar nýverið. Ákvörðun ráðherra byggir á breyttum lögum um fiskeldi frá árinu 2019.

Samkvæmt þeim ákveður ráðherra hverju sinni hvaða firði skuli burðarþolsmeta auk þess hve mörgum eldissvæðum sé úthlutað og hvenær. Þar með færist vald frá einstökum umsækjendum í hendur stjórnvalda, en til þessa hafa eldisfyrirtæki haft frumkvæði að því að óska eftir eldissvæðum.

Þetta breytir því þó ekki að á nokkrum stöðum á landinu eru í gangi umsóknir frá fyrirtækjum sem bárust áður en lögin breyttust.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.