Grafalvarleg staða hjá menningarmiðstöðinni Skaftfelli

Að öllu óbreyttu stefnir í að loka þurfi menningarmiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði í nóvember n.k. Fjárhagsvandræði eru ástæðan. Fjallað var um málið á síðasta fundi bæjarráðs. Í fundargerð kemur fram að staðan sé grafalvarleg.

„Skaftfell hefur fyrir löngu sannað sig sem lykilstofnun í menningar- og fræðslustarfssemi, bæði á Austurlandi og á landsvísu. Ekki fengust 15 milljónir af fjárlögum til Skaftfells á þessu ári eins og árið áður.“ segir í fundargerð.

„Hefur það gríðarlega neikvæð áhrif á rekstrarniðurstöðu miðstöðvarinnar. Staðan er grafalvarleg og stefnir í að loka þurfi miðstöðinni 1. nóvember 2020, fáist ekki auka fjármagn.“

Ennfremur var lögð fran bókun frá menningarnefnd bæjarins þar sem segir: „Nefndin hvetur sveitarfélagið til þess að leita leiða til þess að aðstoða miðstöðina við að brúa bilið til loka árs. Mikilvægt er að fundin verði lausn á framtíðar rekstrarforsendum miðstöðvarinnar og að reksturinn standi á jöfnu við aðrar menningarmiðstöðvar í hinu nýja sveitarfélagi“.

Þá kom fram að menningarnefndin minnir á að skipa þarf nýjan fulltrúa í nýja stjórn Skaftfells eftir að nýtt sveitarfélag hefur störf. Núverandi fulltrúi Seyðisfjarðar gefur áfram kost á sér.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.