Grunur um smit í Grunnskóla Reyðarfjarðar

Grunnskóli Reyðarfjarðar verður lokaður í dag þar sem grunur er um Covid-19 smit í skólanum. Tekinn var ákvörðun í samráði við rakningarteymið að loka skólanum meðan verið er að ná utan um málið.


„Allir starfsmenn og þeir nemendur sem talið er að gætu verið útsettir fyrir smiti hafa verið beðnir um að fara í sýnatöku. Nánari upplýsingar verða sendar út þegar þær liggja fyrir,“ segir í fréttatilkynningu frá Fjarðabyggð.


Í dag eru sex skráðir í einangrun á Austurlandi og níu í sóttkví.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.