Ágústa á Refsstað fékk fálkaorðuna
Ágústa Þorkelsdóttir, bóndi á Refsstað í Vopnafirði, var í dag sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf í þágu dreifbýlis og heimabyggðar. Forseti Íslands sæmdi hana og ellefu aðra orðunni við athöfn á Bessastöðum í dag.
Ágústa, sem fædd er 6. febrúar árið 1944, hefur lengi verið áberandi í umræðu tengdri dreifbýli og Vopnafirði. Hún hefur tekið virkan þátt í félagsstörfum, til dæmis innan leikfélaga, og gegnt þar ýmsum trúnaðarstörfum.