Gul stormviðvörun á Austfjörðum fram á kvöld
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 13. des 2024 09:46 • Uppfært 13. des 2024 09:55
Gul veðurviðvörum tekur gildi á Austfjörðum klukkan 10 en á þeim slóðum verður bálhvasst og jafnvel stormur allt fram til klukkan 21 í kvöld.
Það var seint í gærkvöldi sem fyrsta viðvörun um veðurofsa þennan morguninn barst frá Veðurstofunni og hefur þegar hvesst mikið nú þegar þó formlega taki viðvörunin ekki gildi fyrr en klukkan 10.
Varasamt getur verið að vera á ferðinni að því er fram kemur á vef stofnunarinnar. Vindhraði verður á bilinu 15 til 23 metrar á sekúndu en gæti farið allt upp í 40 metra því sunnar dregur á svæðinu. Sérstaklega er varhugavert ef hálka er á vegum við slíkar aðstæður.
Viðvörunin nær ekki til Austurlands að Glettingi en blásið hefur þó duglega á hluta Héraðs það sem af er morgni.