Gul veðurviðvörun um allt Austurland

Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir allt Austurland í kvöld og á morgun. Veðrið er þegar byrjað að versna.

Á vefsíðu Veðurstofunnar segir að á Austurlandi að Glettingi muni gang í suðvestan 18-25 m/s með vindhviðum yfir 40 m/s. Lausamunir geta fokið og tafir orðið á umferð. Gengur í norðvestanátt með slyddu eða snjókomu seint í kvöld.

Á Austfjörðum segir að ganga muni í vestan og síðan norðvestan 18-23 m/s með vindhviðum yfir 40 m/s. Lausamunir geta fokið og tafir orðið á umferð.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.