Skip to main content

Gul viðvörun á Austfjörðum

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 05. des 2024 07:15Uppfært 05. des 2024 07:15

Gul viðvörun vegna hríðar og versnandi færðar á fjallvegum er í gildi fyrir Austfirði í dag.


Viðvörunin gildir frá því klukkan átta að morgni fram til fjögur í nótt. Á þessum tíma er búist við orðan og síðan norðvestan 13-20 m/s. Hvassviðrinu fylgir snjókoma með skafrenningi á fjallvegum og versnandi færð.

Viðvörun er einnig í gildi á Suðausturlandi en engin að Austurlandi á Glettingi.

Eftir því sem liðið hefur á nóttina hefur bætt í vind á Austfjörðum. Í kringum Djúpavog er skráð óveður í kortum Vegagerðarinnar. Mesti vindur á landinu frá miðnætti er 23 m/s í Papey.

Svo að segja um allt svæðið er strekkingsvindur og víða fylgir slydda.