Skip to main content

Gul viðvörun á Austurlandi vegna hvassviðris

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 08. des 2024 16:27Uppfært 08. des 2024 16:28

Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir Austurland að Glettingi í nótt vegna suðvestan hvassviðris sem gengur yfir landið.


Viðvörunin gildir frá því klukkan tíu í kvöld þar til fjögur í nótt. Á þessum tíma er spáð 18-25 m/s og staðbundnum hviðum upp á 40 m/s. Þetta þýðir að varasamt er að vera á ferðinni á farartækjum sem taka á sig mikinn vind.

Víða annars staðar á landinu hafa verið gefnar út gular eða jafnvel appelsínu gula veðursins, einkum mikilla hlýinda og þar með hláku sem það veldur.

Á Austurlandi er spáð 5-10 stiga hita. Í nánari athugasemdum frá ofanflóðadeild Veðurstofunnar má þó sjá að hiti geti orðið meiri þar sem hnjúkaþeyrinn nær sér vel niður. Áhyggjur af krapaflóðum eru þó fyrst og fremst á Vestur- og Suðurlandi.