Skip to main content

Gul viðvörun að morgni Þorláksmessu

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 22. des 2024 22:02Uppfært 22. des 2024 22:03

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna storms fyrir veðurspásvæðið Austurland að Glettingi í fyrramálið, að morgni Þorláksmessu.


Viðvörunin gildir frá klukkan átta til tólf á hádegi. Búist er við hvassri suðaustanátt, með meðal vindhraða upp á 15-23 m/s og vindhviðum upp á 35-40 m/s, einkum nærri fjöllum. Slíkur stormur er varasamur ökutækjum sem taka á sig mikinn vind.

Samhliða því sem bætir í vindinn hlýnar heldur og á úrkoma á láglendi að falla sem rigning en í nótt mun snjóa.