Gul viðvörun í nótt og á morgun
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 21. okt 2025 11:29 • Uppfært 21. okt 2025 11:30
Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir sem taka gildi í nótt og gilda út morgundaginn vegna hríðarveðurs sem er á leiðinni.
Báðar viðvaranirnar taka gildi klukkan þrjú í nótt. Sú fyrir Austurland að Glettingi gildir til miðnættis annað kvöld. Í henni er varað við norðaustan 10-18 m/s með él og skafrenningi.
Viðvörunin fyrir Austfirði gildir til klukkan fimm á fimmtudagsmorgunn og er í henni spáð heldur hvassari vindi, eða 13-20 m/s með él og skafrenningi.
Vegna þessa eru líkur á samgöngutruflunum á ákveðnum stöðum. Ferðalöngum er því bent á að sýna varkárni, fylgjast með veðurspám og kanna færð á vegum áður en farið er af stað.