Gular viðvaranir seinni partinn

Gular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Austurland að Glettingi og Austfirði frá klukkan fjögur í dag fram til miðnættis.

Lægð fyrir vestan land dýpkaði skyndilega í gær og voru þá gefnar út viðvaranir fyrir vestanvert landið. Þær voru endurmetnar í morgun um leið og viðvaranir voru gefnar út fyrir restina af landinu.

Á báðum spásvæðum er búist við suðvestan og vestan 15-23 m/s. Í spánni fyrir Austfirði segir að hvassast verði norðan til en á Austurlandi er varað við éljum og þar af leiðandi slæmu skyggni á fjallvegum.

Fólk er hvatt til að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám og færð.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.