Hægt að panta sýnatöku í gegnum Heilsuveru

Austfirðingar, með einkenni Covid-19 smits, geta nú pantað tíma í sýnatöku í gegnum vefinn Heilsuvera.is. Um leið og tími hefur verið pantaður er viðkomandi einstaklingur sjálfkrafa kominn í sóttkví.

Á meðan beðið er eftir sýnatökunni og niðurstöðum þeirra þarf viðkomandi því að halda sig fjarri öðrum. Að jafnaði tekur allt að sólarhring að fá þær.

Tveir einstaklingar eru sem fyrr í einangrun vegna smits á Austurlandi og þrír í sóttkví. Aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi vekur athygli á að þótt fjöldi smita á höfuðborgarsvæðinu sé heldur í rénum er enn mikið um smit utan þess, meðal annars í nágrannafjórðungum sem veldur áhyggjum.

Þannig greindust 13 ný smit á Norðurlandi eystra í gær og á Akureyri eru meira en 80 manns í einangrun.

Aðgerðastjórn hvetur því Austfirðinga til að fara varlega og ferðast ekki nema af brýnni nauðsyn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.