Hafnaraðstaðan óbreytt vegna stækkunar Norrænu

Ekki þarf að breyta hafnaraðstöðunni á Seyðisfirði vegna stækkunar ferjunnar Norrænu í vetur. Þetta segir Linda Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri Norrænu í samtali við Austurfrétt.

„Það er engin þörf á breytingum þar sem landgangurinn verður á sama stað,“ segir Linda.

Það var RUV sem fyrst greindi frá stækkun Norrænu. Ferjan fer í slipp í vetur en ætlunin er að bæta heilli hæð ofan á hana. Á þeirri hæð verða 50 káetur með plássi fyrir 100 farþega og útikaffihús.

Hæðinni verður bætt við í Danmörku á tímabilinu frá því í desember og fram í mars. Á meðan á því stendur mun útgerðin taka flutningaskip á leigu til að sinna áfram vöruflutningum til og frá Seyðisfirði. Hinsvegar verður ekki boðið upp á siglingar með farþega á þessu tímabili.

Í frétt RUV kemur m.a. fram að um mikla og kostnaðarsama framkvæmd sé að ræða en Linda trúir og treystir því að þá verði búið að kveða niður COVID og fullt af ferðamönnum vilji aftur koma til landsins.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.