Orkumálinn 2024

Halda sirkusnámskeið í Fellabæ og Neskaupstað

Sirkushópurinn Hringleikur býður upp á tveggja daga sirkusnámskeið fyrir 8-16 ára í íþróttahúsinu í Fellabæ 30.-31. júlí. Námskeiðið er klukkan 11:00-13:30 báða dagana. Á sömu dögum og tímum er einnig boðið upp á slíkt námskeið í íþróttahúsinu í Neskaupstað.


Fjallað er um málið á vefsíðu Múlaþings en þar segir að um sé að ræða skemmtilegt og líkamlega krefjandi sirkusnámskeið þar sem þátttakendur kynnast undirstöðum sirkuslistanna.

„Námskeiðið er í boði MMF og er þátttakendum að kostnaðarlausu, en mikilvægt er að skrá nemendur til þátttöku. Ef skráður nemandi mætir ekki og ekki er tilkynnt um forföll með minnst sólarhringsfyrirvara má búast við að rukkað verði forfallagjald að upphæð 3.000 kr.,“ segir á vefsíðunni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.