Hálka, éljagangur og bálhvasst á Austurlandi
Hálka og éljagangur er á Fjarðarheiði en hálkublettir á Breiðdalsheiði og Vatnsskarði eystra og jafnframt bálhvasst.
Þetta kemur fram á vefsíðu Vegagerðarinnar. Þar er einnig varað við því að flughált er á Öxi. Þungfært er á Mjóafjarðarheiði og þæfingur á Hellisheiði eystri.