Hundslappadrífa á Austurlandi

Talsverð snjókoma hefur verið það sem af er morgni á Austurlandi og hún hefur haft áhrif á færð á vegum.

Mesta úrkoman sem mælst hefur á þessum sólarhring, samkvæmt tölum Veðurstofunnar, var á Borgarfirði, 5,1 mm. Hún hefur fallið þar mest sem rigning en í kortum Vegagerðarinnar kemur fram að þæfingur sé á veginum yfir Vatnsskarð.

Snjóþekja er í Heiðarenda, Hróarstungu og Vopnfjarðarheiði en hálkublettir á Fjarðarheiði og Möðrudalsöræfum.

Hundslappadrífa hefur verið víða á Austurlandi í morgun, meðal annars bæði Egilsstöðum og í Neskaupstað. Jörð var víða gráleit þegar Austfirðingar komu á fætur í morgun. Samkvæmt spám Veðurstofunnar á að stytta upp þegar líður að hádegi en aftur gæti snjóaði í kvöld og nótt.

Frá Egilsstöðum upp úr klukkan níu í morgun.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.