Hallormsstaðarskóli fer fram úr fjárhagsáætlun: Fljótsdælingar vilja rýmri fjárheimildir

ImageRekstur Hallormsstaðarskóla verður dýrari en áætlað var í byrjun árs og framúrkeyrslan meiri en menn höfðu spáð. Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps telur skólanum þröngur stakkur sniðinn.

 

Hallormsstaðarskóli er rekinn sameiginlega af sveitarfélögunum Fljótsdalshéraði og Fljótsdalshreppi sem skipta með sér kostnaðinum.

Í fyrra voru grunn-, leik- og tónlistarskólarnir þar sameinaðir í eina stofnun. Tengingu tónlistarskólans við hina nýju stofnun er samt ekki enn fulllokið. Í eina tíð voru þar þrjár sjálfstæðar skólastofnanir en tónlistarskólinn rann undir hatt tónlistarskóla Austur-Héraðs við sameiningu sveitarfélaga um árþúsundamótin.

Í fundargerðum sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs kemur fram að útlit sé fyrir að framúrkeyrsla skólans á þessu ári verði mun meiri en áður hafi veirð talin. Sérstaklega vilja menn skoða háan hita- og rafmagnskostnað.

Sveitarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur lýst því yfir að hún telji að skólanum sé þröngur stakkur sniðinn í fjárheimildum og þær þurfi að rýmka, ekki síst með tilliti til þess að þróa þurfi nýja skólastofnun á Hallormsstað þar sem skólarnir þrír hafa verða sameinaðir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar