HEF-veitur tekið við rekstri fjarvarmaveitu Seyðisfjarðar af RARIK
Allra síðasti hitaveitureikningur frá RARIK sem íbúar og fyrirtæki á Seyðisfirði þurfa að greiða er á leiðinni í hús í bænum en eftirleiðis munu reikningarnir koma frá HEF-veitum Múlaþings.
Það afleiðing af yfirtöku HEF-veitna á fjarvarmaveitu bæjarins um síðustu áramótin en RARIK hefur lengi haft uppi áform um að hætta rekstri þeirra veitu vegna kostnaðar og það varð raunin þann 1. janúar síðastliðinn þegar HEF fyrir hönd Múlaþings tók yfir.
Fyrr í vetur tókst samkomulag á milli RARIK og Landsvirkjunar um afgreiðslu forgangsorku á ásættanlegum kjörum en það samkomulag var grunnur þess að Múlaþing sá hag í því að taka veituna á Seyðisfirði yfir. Það stórt atriði því það var einmitt rekstur fjarmvarmaveitunnar síðustu árin með olíu sökum skerðinga á raforku frá Landsvirkjun sem valdið hefur stórum hluta tapreksturs veitunnar. Það og mikil og dýr endurnýjunarþörf á lögnum og tækjum fjarvarmaveitunnar.