Orkumálinn 2024

Heimastjórn Seyðisfjarðar vill rannsókn á rýmingum

„Heimastjórn gerir þá kröfu að strax verði hafin rannsókn á því hvað varð þess valdandi að rýmingar fóru ekki fram fyrr en skriður voru farnar að falla og nánast allar rýmingar sem framkvæmdar voru í raun “sagnfræði? en ekki forspá eins og þær eiga að vera.“


Þetta kemur fram í fundargerð af fundi heimastjórnar Seyðisfjarðar í gærmorgun. Þar segir einnig að mikið verk sé nú óunnið til að skapa traust íbúa til rýminga.

„Endurskoða verður allt vinnulag við ákvarðanatökur við óvissuaðstæður og að ekki sé talað um hamfaraaðstæður eins voru í aðdragandi hamfaranna þann 18 desember síðastliðinn,“ segir í fundargerðinni.

„Sérstaklega þarf að skoða hvar ábyrgð á ákvörðun um rýmingar liggur en samkvæmt núgildandi reglum liggur ákvörðun um rýmingar hjá Veðurstofu varðandi snjóflóðahættu og hjá Almannavarnarnefnd varðandi aurskriðuhættu.

Þetta skapar hættulegt flækjustig sem sýndi sig ljóslega í þessum atburðum á Seyðisfirði. Eðlilegt verður að telja að í báðum tilvikum eigi þessi ákvörðun að liggja hjá Veðurstofu með sterkri tengingu inn á staðina bæði með aðkomu eftirlitsmanna Veðurstofunnar á hverjum stað auk staðarnefndar sem virkjast um leið og Veðurstofa telur tilefni til.

Núverandi staða þessara mála er algerlega óviðunandi enda ljóst að þetta flækjustig hefði getað kostað mörg mannslíf á Seyðisfirði,“ að því er segir í fundargerðinni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.