Heitast og kaldast á Grímsstöðum á Fjöllum í nóvember
Það reyndist hvorki meira né minna en rúmlega 40 stiga munur á hæsta og lægsta hitastigi á einum og sama staðnum sem mælistöðvar Veðurstofu Íslands mældu í nóvembermánuði. Það reyndist vera á Grímsstöðum á Fjöllum.
Veðurstofan var að birta yfirlit sitt yfir veðurfar í landinu í nýliðnum mánuði en sá mánuður skiptist mjög í tvo hluta; annars vegar langur hlýindakafli fyrri hlutann sem breyttist í frost og snjó þegar líða fór á.
Á fjöldi veðurstöðva voru hitamet mánaðarins slegin og það meðal annars á mörgum þeim mönnuðu stöðvum þar sem mælingar ná yfir hundrað ár aftur í tímann. Ein þeirra var stöðin að Grímsstöðum á Fjöllum þar sem hitamælirinn skaust upp í 16,5 stig þann 12. nóvember.
Það nokkuð skammgóður vermir því rétt rúmum tveimur vikum síðar mældist þar allra mesta frost á landinu í nóvember þegar sami hitamælir sýndi 24,1 stigs kulda. Það flökt um rúm 40 stig.
Þrátt fyrir langan hlýindakaflann hafði kuldinn yfirhöndina á endanum. Á Dalatanga reyndist meðalhitastigið -0,6°C kaldara en meðaltalið tíu ár aftur í tímann, enn kaldara að Teigarhorni þar sem meðalhitastig upp á 2,1°C var -1,2°C undir meðaltali síðasta áratugar og sama uppi á teningnum á Egilsstöðum en þar var meðalhiti 1,1°C sem líka var undir meðalhitastigi síðustu ára.
Vegurinn yfir Fjarðarheiðina var marauður að heita allan fyrri hluta síðasta mánaðar en það breyttist umsvifalaust um mánuðinn miðjan. Mynd GG