Veður

Hitinn kominn í yfir 20 stig eystra

Vel viðrar á Austfirðinga í dag og útlit er fyrir að svo verði áfram allra næstu daga. Hæsti hiti sem mælst hefur á landinu í dag var á Egilsstaðaflugvelli upp úr hádeginu 21,7°C.

Á Egilsstöðum mátti sjá léttklætt fólk á ferli og öll borð utanhúss við veitingastaði fullsetin þar sem íbúar tóku sér langt hádegi.

Víðar á Austurlandi er hitinn nálægt 20 stigunum, til að mynda á Brú á Jökuldal. Fleiri staðir gætu náð svipuðu hitastigi síðar í dag samkvæmt spá Veðurstofu Íslands.

Fleiri góðir dagar eru í vændum. Aftur er spáð yfir 20 stiga hita á morgun og sunnanátt og hlýindum fram yfir helgi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.