Innflytjendur tæp 17% íbúa á Austurlandi

Hlutfall innflytjenda af íbúum er tæp 17% á Austurlandi. Er þetta hæsta hlutfall þeirra á landinu fyrir utan suðvesturhorn landsins.

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni. Þar segir að langhæsta hlutfall innflytjenda af íbúum á landinu sé á Suðurnesjum eða 28% og í höfuðborginni er hlutfallið um 17%.

Lægsta hlutfall innflytjenda er á Norðurlandi vestra eða um 9%. Næst á eftir kemur Norðurland eystra með um 10%, Vestfirðir eru með tæp 15% og Suðurland með tæp 16%.

Í heildina eru innflytjendur rúmlega 15% landsmanna og hafa aldrei verið fleiri hlutfallslega. Hefur innflytjendum fjölgað stöðugt frá árinu 2012 þegar þeir voru 8% landsmanna.

Eins og síðustu ár eru Pólverjar langfjölmennasti hópur innflytjenda hér á landi. Hinn 1. janúar síðastliðinn voru 20.477 einstaklingar frá Póllandi eða 37% allra innflytjenda. Þar á eftir koma einstaklingar frá Litháen sem eru 5,9% og fólk frá Filippseyjum sem er 3,8%, að því er segir í tölum Hagstofunnar.

Frá þjóðahátið á Vopnafirði. Mynd úr safni.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.