Orkumálinn 2024

Hótelgisting jókst allsstaðar nema á Austurlandi

Gistinætur á hótelum í júní voru 188.000 og jókst hótelgisting í mánuðinum í öllum landshlutum nema á Austurlandi, þar sem hún dróst saman um 3%.

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni. Þar segir að mest var aukningin á höfuðborgarsvæðinu þar sem gistinætur fjórfölduðust, fóru úr 18.600 í 74.200 á milli ára. Á Suðurnesjum var aukningin 267%, á Suðurlandi 63% og á Norðurlandi 49%.

Gistinætur Íslendinga voru 82.600, eða 44% af hótelgistinóttum, á meðan erlendar gistinætur voru 105.450 eða 56%. Erlendar gistinætur í júní sjöfölduðust milli ára meðan íslenskum gistinóttum fjölgaði um 10%.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.