Héraðsbúar og Seyðfirðingar treysta náunganum best

ImageÍbúar á Fljótsdalshéraði og Seyðisfirði eru þeir Austfirðingar sem treysta nágrönnum sínum best. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar á samfélagslegum áhrifum stóriðjuframkvæmda á Austurlandi sem kynntar voru fyrir skemmstu.

 

Austurglugginn greinir frá niðurstöðunum.

Héraðsmenn og Seyðfirðingar treysta náunganum best. Íbúar á Suðurfjörðum síðan, loks Norðursvæði en íbúar í Fjarðabyggð eru tortryggnastir gagnvart náungum sínum.

Í rannsókninni kom einnig fram að yngri íbúar treysta náunganum síður en þeir sem eldri eru.  Til dæmis bera 20 ára einstaklingar í Fjarðabyggð lítið traust til náungans eða einungis 4 af hverjum 10.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar