Orkumálinn 2024

Hreindýrakvótinn náðist ekki í sumar

Ekki tókst að veiða öll þau hreindýr sem mátti í sumar. Munaði 14 dýrum að kvótinn næðist. Veiðitímabilinu lauk í gær.

Þetta kemur fram á vefsíðu Umhverfisstofnunnar. Þar segir að alls veiddust 1.263 dýr en kvótinn hljóðaði upp á 1.277 dýr. Af þeim dýrum sem veiddust voru 745 kýr og 518 tarfar.

Veiða má hreindýr allt frá Langanesi og suður til Jökulsárlóns.

Í nóvember verður aftur heimilt að veiða 48 kýr á 20 daga tímabili en sú veiði er bundin við nágrenni Hafnar í Hornfirði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.