Skip to main content

Hringvegurinn í Fáskrúðsfirði lokaður í nótt vegna vinnu

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 02. okt 2025 16:52Uppfært 02. okt 2025 16:52

Loka þarf veginum í sunnanverðum Fáskrúðsfirði í nótt vegna vinnu. Vonast er til að framkvæmdum ljúki tímanlega í fyrramálið.


Lokað verður fyrir umferð við bæinn Eyri vegna ræsisvinnu frá klukkan þrjú í nótt. Vonast er til að henni ljúki milli klukkan sjö og átta í fyrramálið.

Þar með er haldið áfram vinnu við að skipta um ræsi en byrjað var á því um síðustu helgi eftir úrhellisrigningu.

Vegurinn í sunnanverðum Reyðarfirði er enn lokaður en hann skemmdist líka í vatnavöxtunum fyrir viku. Á móti er vegurinn yfir Þórdalsheiði merktur opinn en hann skemmdist í stórrigningu fyrr í september.

Frá viðgerðum á veginum við Eyri. Mynd: Krummi