Hvernig sendi ég spurningar inn á framboðsfundinn?

Íbúar í nýju sameinuðu sveitarfélagi geta sent inn spurningar á frambjóðendur á framboðsfundi, sem Austurfrétt/Austurglugginn standa fyrir í samvinnu við sveitarfélagið Fljótsdalshérað í kvöld, bæði fyrir fundinn og á meðan honum stendur.

Fyrir fundinn er hægt að senda spurningar í tölvupósti á Gunnar Gunnarsson, ritstjóra Austurfréttar á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða Róbert Ragnarsson, fundarstjóra á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Á meðan fundinum stendur geta íbúar brugðist við framsögum framboðanna og sent spurningar til frambjóðenda. Óskað er eftir því að tilgreint sé hvort spurning beinist til ákveðins framboðs, eða allra. Spurningar sem berast í tölvupósti verða bornar fram undir nafni spyrjanda.

Hægt er að senda spurningar inn á fundinn með því að fara inn á vefsíðuna menti.com í tölvu eða snjallsíma. Þar skal slá inn talnalykil sem verður gefinn upp fyrir fundinn. Þá birtist valmynd þar sem hægt er að spyrja spurninga, eða líka við spurningar sem þegar eru komnar fram. Þær spurningar sem flestir líka við, færast ofar í röðina. Það er því æskilegt að líka við spurningu sem er sambærileg þeirri sem fyrirspyrjandi hyggst leggja fram, í stað þess að skrifa aðra sama efnis.

Fundurinn hefst klukkan 20:00 og verður sendur út beint á Facebook-síðu Austurfréttar. Þar verður jafnframt hægt að nálgast upptöku af honum síðar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.