Hvetja fjölskyldur til að verja vetrarfríinu eystra

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands beinir því til foreldra og forráðamanna að leggja ekki í langferðir í vetrarfrí grunnskólanna sem hefst á næstu dögum til að fyrirbyggja útbreiðslu Covid-19 faraldursins.

Algegnt er að fjölskyldur nýti vetrarfríið til ferðalaga en aðgerðastjórnin hvetur til þess að því verði að þessu sinni varið á heimaslóðum og blanda saman inniveru og útivistar til leikja og virkrar samveru.

Skólastjórnendur munu í vikunni senda foreldrum og forráðamanna barna tilmæli í þessa vegu í gegnum upplýsingakerfið Mentor á nokkrum mismunandi tungumálum.

Í dag tóku gildi hertrar reglur þar sem meðal annars er kveðið á um grímuskyldu í verslunum, þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð. Aðgerðastjórn hvetur til að grímurnar séu notaðar almennt þótt skyldan sé ekki fortakslaus

„Höfum þetta einfalt, notum grímur í verslunum. Þannig einföldum við hlutina og gerum okkar ýtrasta sem fyrr til að fyrirbyggja smit.“

Enginn er með virkt smit á Austurlandi en þrír í sóttkví.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.