Hvetja foreldra og forráðamenn til að vera vakandi fyrir hertum aðgerðum í skólum
Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands hvetur foreldra og forráðamenn að vera vakandi fyrir breytingum á skólahaldi í ljósi hertra takmarkana út af Covid-19 faraldrinum.Á miðnætti tóku gildi hertar reglur þar sem aðeins börn 2015 og síðar eru undanþegin tveggja metra reglu og grímuskyldu, í stað 2005 áður. Ljóst er að þetta mun hafa mikil áhrifum í grunnskólum.
Aðgerðastjórn beinir því til foreldra barna að fylgjast með upplýsingum á heimasíðum sveitarfélaga vegna þessa. Fjarðabyggð tilkynnti strax í gær að starfsdagur verði í öllum grunnskólum á mánudag. Þjónusta og leikskóla og tónlistarskóla verður óbreytt.
Skráning Covid.is fyrir fjórðunginn var uppfærð í morgun. Tveir eru með virkt smit á svæðinu en þeir greindust báðir við landamæraskimun. Þrír eru í sóttkví.