Hvít froða vall upp úr brunni

Ekki er vitað hvaðan hvít froða, sem vall upp úr brunni á mótum Fénaðarklappar og Kaupvangs á Egilsstöðum í dag, kom. Froðan vakti nokkra athygli vegfarenda.

Froðan vall upp úr brunninum milli tvö og þrjú í dag. Einhverjir héldu að það væri farið að snjóa en þegar nánar var að gáð reyndist það einungis vera froðan að fjúka.

Starfsmenn áhaldahúss Fljótsdalshéraðs, Heilbrigðiseftirlits og Hitaveitu Egilsstaða og Fella, sem sér um lagnakerfið, fóru á staðinn til að skoða hvað væri að gerast. Engin ummerki voru um froðuna í brunninum klukkutíma eftir að hún hvarf af yfirborðinu.

Eftir því sem Austurfrétt kemst næst er hvorki ljóst hvaðan froðan kom né hvað nákvæmlega væri á ferðinni en ekki væri hætta á ferðum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.