Hyggjast beina viðskiptum frá VÍS

Sveitarfélagið Fjarðabyggð mun ekki framlengja samninga sína við Vátryggingafélag Íslands í mótmælaskyni við ákvörðun fyrirtækisins að loka skrifstofu sinni á Reyðarfirði.

Þetta kemur fram í bókun frá fundi bæjarráðs í gær. VÍS tilkynnti í síðustu viku að þjónustuskrifstofum fyrirtækisins yrði fækkað í sex sem þýðir að skrifstofan á Reyðarfirði verður sameinuð þeirri á Egilsstöðum.

Í bókuninni er lokuninni mótmæt harðlega og bent á að VÍS hafi undanfarin ár dregið verulega úr þjónustu sinni í Fjarðabyggð og lokað útibúum þar. Frá 1. október verði ekkert þeirra eftir.

Þetta sé sérstakt í ljósi þess að Fjarðabyggð sé fjölmennasta sveitarfélagið á Austurlandi og að auki með allar sínar tryggingar hjá VÍS.

Samningar þar um eru lausir um næstu áramót og verða ekki framlengdir. Þess í stað hyggst sveitarfélagið horfa til þjónustu þeirra tryggingarfélaga sem starfi í sveitarfélaginu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar