Ítreka óskir um að áhrif á Hofsá verði skoðuð vandlega

Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps leggur áherslu á að vel verði hugað að áhrif virkjunar í Þverá á búsetusvæði laxa sem ganga í Hofsá þegar umhverfisáhrif virkjunarinnar verða metin.

Sveitarstjórn tók matsáætlun virkjunarinnar til umræðu á fundi sínum í síðustu viku og fylgdi þar að hluta eftir ábendingum sem Hafrannsóknastofnun hafði þegar komið á framfæri.

Ábendingar sveitarfélagsins snúa mikið að áhrifum á Hofsá sem Þverá fellur í þegar hún kemur niður á láglendið.

Sveitarstjórnin spyr um áhrif á lax í Hofsá sé uppeldisstöðvum í Þverá raskað og hvaða áhrif framburður frá framkvæmdunum hafi á búsetuskilyrði í Hofsá, bæði meðan á þeim stendur.

Sveitarstjórnin vill einnig hvaða áhrif skolun úr uppistöðulóni úr botnrás hafi fyrir Hofsá og hvort hægt sé að nýta framburð úr ánni til að bæta jarðveg eða á annan hátt annars staðar.

Gert er ráð fyrir að matsáætlun liggi fyrir í desember.

Fyrirhugað er að stífla Þverá í yfir 200 metra hæð og leiða vatn þaðan 5,4 km leið í stöðvarhús sem standi á láglendi. Reiknað er með að virkjunin geti framleitt 3-6 MW af rafmagni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar